Greiðslur Ábyrgðasjóðs launa vegna þrotabús WOW air

Greiðslur til fyrrum starfsmanna Wow air sem hafa lýst kröfum í þrotabú félagsins og til Ábyrgðasjóðs launa munu hefjast seinni part októbermánaðar. Afgreiðsla launakrafna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum.  Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig.

Að jafnaði tekur Ábyrgðasjóður launa afstöðu til krafna innan fjögurra vikna frá því umsögn skiptastjóra berst sjóðnum skv. 14. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa nr. 88/2003. Fyrirséð er að afgreiðsla sjóðsins muni taka lengri tíma en almennt er vegna þess mikla fjölda krafna sem berast í þrotabú WOW air.  Það er því er áætlað að afgreiðsla geti tekið 8-12 vikur frá því að umsögn skiptastjóra berst sjóðnum. Rétt er að benda á að launakröfur bera vexti skv. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga þeirra til þess dags er Ábyrgðasjóður launa greiðir kröfuna. Hér að neðan má sjá tímaáætlun á afgreiðslu krafna eftir helstu stéttarfélögum sem uppfærð verður á tveggja vikna fresti:

 • BHM  - Umsögn skiptastjóra Wow air ehf., barst 11. september 2019 – Áætluð afgreiðsla 7-14 október 2019.
 • Flugvirkjafélag Íslands - Umsögn skiptastjóra Wow air ehf., barst 3. október 2019. Áætlað að afgreiða 1.-29. nóvember 2019.
 • Flugfreyjufélag Íslands - Umsögn skiptastjóra Wow air ehf., hefur borist. Áætluð afgreiðsla 20. ágúst til 31. desember 2020.
 • ÍFF - Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 3. október  2019. Áætluð afgreiðsla 10. október – 30. nóvember 2019.
 • VR – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf., barst 31. október 2019. Áætluð afgreiðsla 3. janúar -28. febrúar 2020.
 • Rafiðnaðarsambandið – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf., barst 4. október 2019.
 • ADVEL lögmenn – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 5. október 2019.
 • Íslög – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 5. október 2019.
 • Jónas Þór Jónsson hrl.- Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 4. október 2019.
 • Jónatansson & Co – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 5. októtber 2019.
 • LAG lögmenn – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 5. október 2019
 • Land lögmenn – Umsögn skipstastjóra Wow air ehf. barst 4. október 2019.
 • LL3 lögmannsstofa – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 3. október 2019. Áætluð afgreiðsla 1.-30. desember 2019
 • LMB Mandat – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf., barst 6. október 2019.
 • Lögman lögfræðiþjónusta – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 4. október 2019.
 • Lögmenn G. Jónsson & partners – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 4. október 2019.
 • Lögmenn Lækjargötu – Umsögn skiptastjóra Wow air ehf. barst 6. október 2019.
 • Önnur félög og einstaklingar

 

(Síðast uppfært 13. ágúst 2020)

Í ljósi umfangs  og fjölda launakrafna vegna Wow air er umsækjendum bent á að nota þessa síðu til að fylgjast með framvindu mála í stað þess að senda fyrirspurnir um einstakar kröfur.

Ábyrgðasjóðurinn áréttar að allt kapp er lagt á að afgreiða launakröfur eins fljótt og auðið er.

 1. Vangoldin laun vegna síðustu þriggja mánaða í starfi fyrir gjaldþrot atvinnurekanda.
 2. Laun í uppsagnarfresti í allt að þrjá mánuði.
 3. Lífeyrissjóðssjóðsgjöld sem ekki hefur verið staðið skil á síðustu 18 mánuði fyrir gjaldþrot.
  1. Allt að 15,5% vegna almenns lífeyris.
  2. Aðeins 4% af viðbótarlífeyrissparnaði.
 4. Orlofslaun sem áunnist hafa á síðustu 18 mánuðum fyrir gjaldþrot.
 5. Skaðabætur vegna vinnuslyss eða dauðsfalls, taki tryggingar atvinnurekanda ekki til kröfunnar.

Að öðru leyti er vísað til laga um Ábyrðasjóð launa nr. 88/2003 og reglugerðir nr. 462/2003 um Ábyrgðasjóð launa sem og reglugerð um hámark ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa nr. 645/2018.

Hámarksábyrgð á launakröfum er 633.000 kr. á mánuði fyrir skatt.

Engin hámarksábyrgð er á vangreiddum iðgjöldum til lífeyrissjóðs.

Hámarksábyrgð á vangoldnum orlofslaunum eru 1.014.000 kr.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni