Desemberuppbót  vegna ársins 2022

Atvinnuleitendur sem staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember á árinu 2022 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði eiga rétt til greiðslu desemberuppbótar.

Áætlað er að greiða út desemberuppbótina 15. desember nk.

Fjárhæðir: 

Hámarksfjárhæð uppbótarinnar er 94.119 kr. og hún er aldrei lægri en 23.530 kr. 

Með hverju barni á framfærslu atvinnuleitanda er greitt aukalega 6% af óskertri desemberuppbót eða 5.647 kr. 

Greiddur er skattur af desemberuppbót. 

Skilyrði:

Staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember 2022.

Teljast tryggður í nóvember mánuði 2022.

Til að eiga rétt á fullri desemberuppbót þarf atvinnuleitandi að hafa verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði á árinu 2022 eða meira og eiga fullan bótarétt. 

Atvinnuleitandi sem á ekki fullan bótarétt og hefur verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði eða meira fær hlutfallslega uppbót í samræmi við rétt sinn til atvinnuleysisbóta. 

Atvinnuleitandi sem hefur verið skráður skemur en 10 mánuði atvinnulaus fær hlutfallslega desemberuppbót miðað við fjölda mánaða sem hann hefur verið á skrá og í samræmi við bótarétt sinn. 

Dæmi ef þú hefur verið skemur en 10 mánuði á skrá: 

  • Ef þú hefur verið 4 mánuði á skrá og átt 100% bótarétt þá átt þú rétt til 40% desemberuppbót eða 37.647 kr. 
  • Ef þú hefur verið 6 mánuði á skrá og átt 50% bótarétt þá átt þú rétt til 30% desemberuppbótar eða 28.235 kr. 

 


Ég fékk greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2022 en ekki vegna nóvember mánaðar:

Þá átt þú ekki rétt til desemberuppbótar. Skilyrði er að atvinnuleitandi staðfesti atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember og hafir talist tryggður í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði. 

Hvar finn ég reglugerðina?

Reglugerð um desemberuppbót má nálgast með því að smella á eftirfarandi tengil:
Reglugerð um desemberuppbót 2022


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni