Eingreiðsla til langtíma atvinnulausra

Atvinnuleitendur sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í 14 mánuði eða lengur, 1. maí 2021 fá greiddan styrk úr atvinnuleysistryggingasjóði. Upphæð styrks getur numið allt að 100.000 kr. en tekinn er tekjuskattur af styrknum.

Þegar greiðsla styrksins hefur átt sér stað geta atvinnuleitendur skoðað greiðsluseðil með nánari upplýsingum á Mínum síðum.

Vekjum athygli á því að ekki þarf að sækja um styrkinn sérstaklega heldur greiðir Vinnumálastofnun hann til þeirra atvinnuleitenda sem eiga rétt á honum.

Vinnumálastofnun beinir því til atvinnuleitenda að kynna sér vandlega upplýsingar um skilyrði fyrir greiðslu styrks.

Skilyrði greiðslu styrks til atvinnuleitenda sem eru með 100% bótarétt og teljast að fullu tryggðir:

 1. Atvinnuleitandi hafi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í 14 mánuði eða lengur hinn 1. maí 2021.
 2. Atvinnuleitandi verður að hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir aprílmánuð 2021.
  a). Vekjum athygli á því að greiðsla fyrir aprílmánuð 2021 var greidd 1. maí sl.
 3. Lágmarks tímabilið sem atvinnuleitandi þarf að hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir er því frá 1. mars 2020 til apríl 2021.
  a). 14 mánuðir samfellt, óslitið.
  b). Á því ekki við ef atvinnuleitandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur í 14 mánuði á umræddu tímabili með hléum, enda er þá ekki um óslitið tímabil að ræða.
  1. Dæmi: Aðili sem hefur fengið greitt fyrir tímabilið febrúar 2020 til janúar 2021, ekki fengið greitt fyrir febrúar 2021, en fær greitt fyrir mars og apríl 2021, uppfyllir ekki skilyrði styrks, þar sem ekki er um að ræða óslitið tímabil.
 4. Biðtími eftir atvinnuleysisbótum telst með í 14 mánaða tímabilið ef atvinnuleitandi hefur verið skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun á meðan viðkomandi er á biðtíma.
 5. Upphæð styrks er að hámarki 100.000 kr. ef atvinnuleitandi hefur 100% bótarétt.
  a). Hafi atvinnuleitandi hlutfallslegan bótarétt þá er greiddur hlutafallslegur styrkur í réttu hlutfalli við bótarétt. Dæmi: Eigi atvinnuleitandi 50% bótarétt er greiddur 50% styrkur eða 50.000 kr.
 6. Af styrknum er greiddur tekjuskattur en ekki er greitt í lífeyrissjóð eða stéttarfélag.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni