Atvinnuleysisbætur hafa ekki skilað sér

Ástæður þess að atvinnuleysisbætur hafa ekki skilað sér gætu verið eftirfarandi:

 • Gleymdir þú að staðfesta atvinnuleit milli 20. - 25.? 

  Þeir sem staðfesta frá 26. - 3. næsta mánaðar fá greitt fimm virkum dögum eftir fyrstu útborgum. Þeir sem staðfesta eftir 3. dag mánaðar fá greitt næstu mánaðarmót á eftir

 • Er búið að afgreiða umsóknina þína? 

  Afgreiðsla umsókna getur tekið mismunandi langan tíma. Stundum vantar gögn og þá þarf að óska eftir þeim o.s.frv. og ef þau berast ekki fyrir 20. hvers mánaðar þá er ekki öruggt að þú fáir greitt um mánaðarmótin þar á eftir

 • Atvinnuleysisbætur eru alltaf greiddar út 1. virka dag mánaðarins

  Ef 1. dagur mánaðarins er á laugardegi þá eru atvinnuleysisbæturnar greiddar út á mánudeginum þar á eftir

 • Áttir þú ótekið orlof sem þú ráðstafaðir ekki? 

  Orlof frá fyrra tímabili verður þú að klára áður en þú byrjar á atvinnuleysisbótum. Orlof sem þú hefur áunnið þér á nýju orlofstímabili getur þú ráðstafað á næsta orlofstímabili. Orlofstímabilið er frá 1. maí til 15. september ár hvert. Orlofsdagar sem þú vinnur þér fyrir 1. maí á hverju ári á að nota á næsta orlofstímabili (sem hefst 1. maí) 

 • Hefur þú ekki svarað bréfi frá Vinnumálastofnun?  

  Mikilvægt er að verða við öllum bréfum frá Vinnumálastofnun. Annars er litið svo á að þú sért ekki í virkri atvinnuleit eða mögulega uppfyllir ekki skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og greiðslur stöðvaðar þar til umbeðnar upplýsingar berast.

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu