Ekki bótaréttur

 • Þeir sem fá greiðslur vegna ótekinss orlofs við starfslok - ráðstafa þarf óteknu orlofi. Orlofi frá eldri orlofstímabilum þarf að ljúka áður en atvinnuleysisbætur eru greiddar. Sé orlofi ekki ráðstafað er það skráð frá dagsetningu umsóknar.
 • Þeir sem fá greiðslur vegna starfsloka - Hægt er að sækja um atvinnuleysisbætur að loknu því tímabili sem að greiðsla vegna starfsloka á við.
 • Námsmenn sem eru í námi sem ekki er hluti af vinnumarkaðsaðgerðum.
 • Námsmenn á milli anna og/eða skólastiga.
 • Þeir sem njóta slysa- eða sjúkradagpeninga vegna óvinnufærni að fullu.
 • Þeir sem fá endurhæfingarlífeyri. 
 • Þeir sem njóta greiðslna í fæðingarorlofi.
 • Þeir sem fá greiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
 • Þeir sem leggja niður störf í verkfalli eða verkbanni vinnuveitanda.
 • Þeir sem eru sviptir frelsi sínu með dómi eða úrskurði, eða taka út refsingu í samfélagsþjónustu.
 • Þeir sem starfa sem verktakar - umsækjandi verður að afskrá sig á meðan verkefni/vinnu stendur.

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu