Endurmat á rétti til atvinnuleysisbóta

Umsækjandi um atvinnuleysisbætur sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir endurmati á atvinnuleysistryggingu sinni og þar með endurútreikningi á fjárhæð atvinnuleysisbóta, þegar starfstímabil hans hefur varað samfellt lengur en þrjá mánuði áður en hann sækir aftur um atvinnuleysisbætur á sama bótatímabili.

Skal þá taka mið af nýja starfstímabilinu og þess hluta eldra ávinnslutímabils sem nægir til að samtals verði miðað við tólf mánaða tímabil. Óski umsækjandi ekki eftir endurútreikningi miðast atvinnuleysisbætur við fyrri útreikninga.

Umsækjandi á þó aðeins rétt til 65 tekjutengdra daga á hverju bótatímabili (3 ár).

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu