Fylgigögn með umsókn

Eftir að umsókn um atvinnuleysisbætur hefur verið send inn rafrænt þarf að skila nauðsynlegum gögnum til Vinnumálastofnunar. Hægt er að senda gögn með tölvupósti.  Dæmi um gögn sem þurfa að berast Vinnumálastofnun er: 

 • Vottorð vinnuveitenda
 • Skýringar á starfslokum / Uppsagnarbréf ef ekki var um uppsögn vegna samdráttar/skipulagsbreytinga eða tímabundna ráðningu að ræða eða annað sem þarfnast útskýringa.
 • Tilkynning um tekjur.
 • Starfshæfnivottorð ef um skerta vinnufærni er að ræða.
 • Staðfestingu vegna náms.
 • Staðfestingu frá skóla um námslok þar sem fram kemur námstímabil umsækjanda.
 • Staðfestingu frá skóla um námshlutfall ásamt stundatöflu.
 • Vottorð frá Fæðingarorlofssjóði.
 • Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.
 • U1 vottorð hafi umsækjandi starfað erlendis og meta þarf til bótaréttar.
 • Upplýsingar um fjölda lögskráningardaga (sjómenn).
 • Skattkort.

 Sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að auki að leggja fram eftirfarandi gögn:

Sjálfstætt starfandi með rekstur á eigin kennitölu

 • Staðfest afrit af eyðublaðinu RSK 5.04 (Tilkynning um afskráningu af launagreiðendaskrá).
 • Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.

Sjálfstætt starfandi á eigin kennitölu með ársskil

 • Staðfesting Sýslumanns/Tollstjóra um skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts sl. 3 tekjuára.
 • Yfirlýsingu  um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.

Var/er eigandi einkahlutafélags eða annars félagaforms

 • Vottorð vinnuveitenda.
 • Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu