• Störfin eru skráð í gegnum  Mínar síður  atvinnurekenda á  vef Vinnumálastofnunar. 
 • Til þess að skrá starf þarf að vera með íslykil eða rafræn skilríki á kennitölu fyrirtækis.
Sækja um rafræn skilríki Sækja um íslykil Skrá starf Leiðbeiningar vegna skráningu á starfi Uppgjörsleiðbeiningar Mælaborð - Hefjum störf

Fyrirtæki með starfsmann á hlutabótum

Fyrirtæki geta sótt  um styrk hjá Vinnumálastofnun fyrir starfsmenn sína sem fengu greiddar hlutabætur fyrir apríl og maí 2021. Heimilt er að sækja um greiðslu styrksins til og með 30. júní 2021.  
Styrkurinn er greiddur í allt að fimm mánuði, frá 1. júní 2021 til og með 31. október 2021.  
Fjárhæð styrks er að hámarki 236.417 kr. auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð. Greitt er í samræmi við starfshlutfall. 

 
Skilyrði fyrir greiðslu styrks eru: 

 1. að samið hafi verið um að viðkomandi starfsmaður fari aftur í það starfshlutfall, eða hærra starfshlutfall, sem ráðningasamningur kveður á um áður en starfsmaður fór á hlutabótaleið. 
 2. Að fyrirtækið sé í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld, mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.  
 3. Liggja þarf fyrir í ráðningarsamningi eða viðauka hans að starfsmaður fái greidd laun samkvæmt gildandi kjarasamningum og njóti óskertra orlofsréttinda á yfirstandandi orlofsári í samræmi við fyrra starfshlutfall, þrátt fyrir að starfsmaður hafi verið á hlutabótum.  
 4. Að Vinnumálastofnun hafi borist staðfesting frá starfsmanni um breytt starfshlutfall og samkomulag milli sín og viðkomandi fyrirtækis um orlofsréttindi. Starfsmaður skilar þeirri staðfestingu á Mínum síðum atvinnuleitenda. 

Vinnumálastofnun hefur heimild til að rifta samningi um styrk ef forsendubrestur verður á samningstímabilinu, t.a.m. ef ráðningarsambandi er slitið eða ef starfsmaður fer í minna starfshlutfall á samningstímabilinu.  

Fyrirtæki þurfa að senda reikning til Vinnumálastofnunar ásamt staðfestingu á launagreiðslum starfsmanna. Nánari upplýsingar um uppgjörsferlið verða birtar von bráðar. 
 


 

Spurt og svarað Skrá starf

Sjálfstætt starfandi/ráðningastyrkur:

Þeir einstaklingar sem reka fyrirtæki á eigin kennitölu geta sótt um ráðningastyrk hjá Vinnumálastofnun.

Skilyrði fyrir greiðslu ráðningastyrks eru þau sömu og sett eru fyrir greiðslu ráðningarstyrks til fyrirtækis og stofnunarEinstaklingur sem rekur fyrirtæki á eigin kennitölu þarf að auki að hafa staðið mánaðarleg skil á staðgreiðsluskatti af reiknuðu endurgjaldi (launum) sem nemur meira en 25% af viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein undanfarna þrjá mánuði og má sjálfur ekki vera að fá greiddar atvinnuleysisbætur. 

Í kjölfar þess að umsókn um ráðningarstyrk hefur verið send inn þarf að skila inn staðfestingu á reiknuðu endurgjaldi sem staðið var skil á a.m.k. síðustu þrjá mánuði ásamt staðfestingu á viðmiðunarflokki reiknaðs endurgjaldsUmrædd gögn má nálgast með því að senda beiðni á stofnskra@skatturinn.is. Tilgreina þarf  óskað sé eftir þessum upplýsingum vegna umsóknar um ráðningastyrk hjá Vinnumálastofnun. Jafnframt skal taka í fram að umbeðnar upplýsingar skuli senda á netfang viðkomandi þjónustuskrifstofu: 

Höfuðborgarsvæðið: vinnumidlun@vmst.is 

Suðurnes: sudurnes@vmst.is 

Vesturland: vesturland@vmst.is 

Norðurland vestra: nordurland.vestra@vmst.is 

Vestfirðir: vestfirdir@vmst.is 

Norðurland eystra: nordurland.eystra@vmst.is 

Austurland: austurland@vmst.is 

Suðurland: sudurland@vmst.is

Vinnumálastofnun hefur heimild til að rifta samningi um styrk ef staðgreiðsluskattur af reiknuðu endurgjaldi fer undir 25% af viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra eða ef viðkomandi fær greiddar atvinnuleysisbætur á tímabilinu. 

 

Spurt og svarað Skrá starf

Fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn

 • Fyrirtæki sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
 • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að fyrirtækið hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
 • Fyrirtæki sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
 • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
 • Einnig er hægt að greiða styrk vegna ráðningar á atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn eftir 1. október 2020. Miða skal við að ráðning fari fram eftir 01. júlí 2021. 
Spurningar og svör Skrá starf

Frjáls félagasamtök

 • Frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðar-og/eða mannúðarmálum, eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru undanþegin skattskyldu
 • Frjáls félagasamtök sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. 
 • Til viðbótar geta frjáls félagasamtök fengið sérstakan styrk sem nemur allt að 25% af fjárhæð þess styrks sem greiddur er hverju sinni vegna kostnaðar hlutaðeigandi félagasamtaka í tengslum við þau tímabundnu átaksverkefni sem um ræðir. 
 • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að félagasamtökin hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
 • Að félagasamtökin séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
 • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
 • Einnig er hægt að greiða styrk vegna ráðningar á atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn eftir 1. október 2020. Miða skal við að ráðning fari fram eftir 01. júlí 2021. 
Spurningar og svör Skra starf

Stofnanir og sveitarfélög

 • Stofnun eða sveitarfélag sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 24 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
 • Einnig er hægt að greiða styrk vegna ráðningar á atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn eftir 1. október 2020.
 • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
 • Að stofnun eða sveitarfélag sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
 • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Spurningar og svör Skrá starf

Ráðningarstyrkur

 • Allir atvinnurekendur sem vilja ráða atvinnuleitanda til starfa.
 • Atvinnurekandi sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 1 mánuð fær styrk sem nemur allt að 307.430 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 342.784 kr.
 • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að fyrirtæki,  stofnun, félagasamtök eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
 • Að, stofnun, sveitarfélag félagasamtök eða fyrirtæki séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
 • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Spurningar og svör Skrá starf
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni