
- Störfin eru skráð í gegnum Mínar síður atvinnurekenda á vef Vinnumálastofnunar.
- Til þess að skrá starf þarf að vera með íslykil eða rafræn skilríki á kennitölu fyrirtækis.
Fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn
- Fyrirtæki sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að fyrirtækið hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Fyrirtæki sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Frjáls félagasamtök
- Frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðar-og/eða mannúðarmálum, eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru undanþegin skattskyldu
- Frjáls félagasamtök sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.
- Til viðbótar geta frjáls félagasamtök fengið sérstakan styrk sem nemur allt að 25% af fjárhæð þess styrks sem greiddur er hverju sinni vegna kostnaðar hlutaðeigandi félagasamtaka í tengslum við þau tímabundnu átaksverkefni sem um ræðir.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að félagasamtökin hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Að félagasamtökin séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Stofnanir og sveitarfélög
- Stofnun eða sveitarfélag sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 24 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
- Einnig er hægt að greiða styrk vegna ráðningar á atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn eftir 1. október 2020.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Að stofnun eða sveitarfélag sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Ráðningarstyrkur
- Allir atvinnurekendur sem vilja ráða atvinnuleitanda til starfa.
- Atvinnurekandi sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 1 mánuð fær styrk sem nemur allt að 307.430 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 342.784 kr.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Að stofnun, sveitarfélag félagasamtök eða fyrirtæki séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.