Samstarfsverkefni VMST og BHM

Á skrá Vinnumálastofnunar er um þessar mundir að finna fjölda einstaklinga sem búa að viðamikilli og fjölbreyttri háskólamenntun.

Vinnumálastofnun og BHM vekja athygli á nauðsyn þess að allir fái tækifæri til að taka þátt í atvinnulífinu og nýti hæfileika sína, menntun og styrk. Sameiginlega viljum við beina því til stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja hvort þau sumarstörf, eða tímabundnu verkefni sem falla til á þeirra vegum gætu ekki staðið þessum atvinnuleitendum til boða.

 

Ráðning starfsfólks í starfsþjálfun

Hægt er að ráða inn starfsfólk með starfsþjálfunarstyrk sem nemur annað hvort hálfum eða fullum atvinnuleysisbótum í allt að sex mánuði. Fullar atvinnuleysisbætur eru nú 279.720 kr. á mánuði.

Vinnumálastofnun efndi til svipaðs átaks í fyrrasumar og niðurstaðan var sú að tugir atvinnuleitenda fengu annaðhvort tímabundið eða framtíðarstarf í kjölfarið.

Stjórnendur sem vilja nýta sér þennan möguleika sendi tölvupóst á þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar með upplýsingum um störf og starfstíma og atvinnuráðgjafar okkar verða í sambandi fljótlega í kjölfarið og kanna möguleika á að miðla til ykkar atvinnuleitendum sem gætu hentað.

Höfuðborgarsvæðið: vinnumidlun@vmst.is

Vesturland: vesturland@vmst.is

Vestfirðir: vestfirdir@vmst.is

Norðurland vestra: nordurland.vestra@vmst.is

Norðurland eystra: nordurland.eystra@vmst.is

Austurland: austurland@vmst.is

Suðurland: sudurland@vmst.is

Suðurnes: sudurnes@vmst.is

 

Umsókn: https://vinnumalastofnun.is/media/1629/umsokn-um-vinnumarkadsuuraedijan2015.pdf


Ráðning starfsfólks í Starfsorku

Starfsorka er úrræði sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í nýsköpun og þróun að ráða fólk til starfa. Að uppfylltum skilyrðum er þátttaka í verkefninu opin fyrirtækjum og einstaklingum með rekstur á öllu landinu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og er umsókn ásamt frekari upplýsingum aðgengileg hér:

Upplýsingar: https://www.nmi.is/is/nyskopun_og_samstarf/styrkir/starfsorka

Umsókn: http://impra.sidan.is/pages/

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.