Vinnumálastofnun leitar að starfstækifærum fyrir flóttamenn

Stór hópur einstaklinga með margskonar menntun og starfsreynslu hefur komið til landsins undanfarna mánuði sem flóttamenn og fleiri eru á leiðinni. Mikilvægt er að þetta fólk fái störf sem fyrst þar sem reynsla þeirra fær notið sín og skapar þeim tækifæri til að tengjast hinu nýja búsetulandi. Fyrst í stað er leitað að störfum á höfuðborgar- og Eyjafjarðarsvæðinu.

Vinnumálastofnun leitar að starfstækifærum hjá áhugasömum fyrirtækjum og stofnunum sem geta gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa flóttafólki tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Áhugasamir hafi sem fyrst samband við Sigrúnu Rós Elmers sigrun.elmers@ vmst.is, Gyðu Sigfinnsdóttur gyda.sigfinnsdottir@vmst.is atvinnuráðgjafa hjá Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu og Ingólf Örn Helgason ingolfur.helgason@vmst.is atvinnuráðgjafa á Eyjafjarðarsvæðinu.  Símleiðis í síma 515-4800.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni