Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk - áskoranir og ávinningar

Vinnumálastofnun stendur fyrir morgunmálþingi miðvikudaginn 20. apríl  undir yfirskriftinni Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent starfsfólk -áskoranir og ávinningar.  Þar verður til umræðu þörf vinnumarkaðarins fyrir aukið erlent starfsfólk.

Ástæða þess að Vinnumálastofnun stendur fyrir málþinginu er mikilvægi umræðu og samtals um helstu áskoranir og þann ávinning sem þjóðfélagið hlýtur af slíkri þróun.

Málþingið fer fram í Gamla bíói við Ingólfsstræti 2a og stendur frá kl 9:00-12:00.

Nánari upplýsingar og skráning á málþingið má finna með því að smella hér.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.