Forstöðumaður nýrrar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki fyrir húsnæðisbætur.

Laus er til umsóknar ný staða forstöðumanns hjá Vinnumála­stofnun.

Á verksviði forstöðumannsins verður að annast framkvæmd nýrra laga um húsnæðisbætur,  í samstarfi við yfirstjórn stofnunarinnar. Lögin taka gildi um næstu áramót. Í starfinu felst að veita forstöðu nýrri þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki sem opnuð verður á næstunni og skipuleggja starfsemi hennar. Gert er ráð fyrir að þar muni starfa 12 – 14 manns.  Forstöðumaðurinn mun heyra undir sviðsstjóra stjórnsýslu og afgreiðslusviðs stofnunarinnar. 

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur reynslu af stjórnun og á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Forstöðumannsins  bíður að sinna afar krefjandi verkefnum með jákvæðum og uppbyggjandi samstarfshópi. Starfshlutfall er 100%. 

Hæfniskröfur:

Skipulagshæfileikar
frumkvæði
Samstarfshæfni,
Hæfni í verkefnastjórnun,
Góð þekking og  kunnáttu  í framkvæmd stjórnsýslulaga og annarra laga er opinberan rekstur varða,
Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli.

Menntun:

Fullnaðarpróf í lögfræði, opinberri stjórnsýslu, eða önnur sambærileg háskólamenntun.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umósknarfrestur er til og með 11. júlí 2016.

Nánari upplýsingar um starfið veita Vilmar Pétursson mannauðsstjóri eða Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri í síma 515-4800. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

Smelltu hér til að sækja um starfið.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.