Fréttir 2016 Júlí

Greiðsla atvinnuleysisbóta fyrir júlímánuð

Atvinnuleysisbætur verða greiddar út þriðjudaginn 02. ágúst til þeirra sem staðfestu atvinnuleit á tímabilinu 20.-25. júlí. Leiðréttar atvinnuleysisbætur og bætur vegna seinni staðfestinga verða greiddar 09. ágúst.

Lesa meira

Sumarlokanir hjá Vinnumálastofnun

Skrifstofur Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi verða lokaðar vegna sumaleyfa á eftirtöldum tímabilum.
Á Vestfjörðum frá 18. júlí - 2. ágúst, á Austurlandi frá 11. júlí - 2. ágúst og á Suðurlandi frá 18. júlí - 2. ágúst.

Umsóknir um atvinnuleysisbætur verða afgreiddar með eðlilegum hætti og ekki verður nein töf á þeim vegna þessara lokana.
Þjónustuver Vinnumálastofnunar er opið og þangað geta allir sem þurfa á aðstoð að halda snúið sér.

Sími þjónustuversins er 515 4800.

Lesa meira

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar. 
Tölvudeildin er staðsett í Kringlunni 1, 103 Reykjavík og þjónustar allar starfsstöðvar stofnunarinnar. 
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri upplýsingatækni og rannsóknasviðs.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 2% í júní 2016.

Skráð atvinnuleysi í júní var 2%, en að meðaltali voru 3.789 atvinnulausir í júní og fækkaði atvinnulausum um 229
 að meðaltali frá maí eða um 0,2 prósentustig.

Lesa meira

Sumarlokun Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum verður lokuð frá 18. júlí til 02. ágúst 2016. Erindi verða afgreidd í þjónustuveri Vinnumálastofnunar í síma: 515 4800 eða netfangið postur@vmst.is

Lesa meira

Sumarlokun á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi

Skrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurlandi verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 18. júlí til 1. ágúst.  Opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl. 9.00.

Lesa meira

Hópuppsagnir í júní 2016

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní.

Lesa meira

Aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með fötlun

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða. Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni