Þór verður forstöðumaður þjónustuskrifstofu húsnæðisbóta

Vinnumálastofnun hefur ráðið Þór Hauksson Reykdal í stöðu forstöðumanns nýrrar þjónustuskrifstofu um húsnæðisbætur sem staðsett verður á Sauðárkróki. Mun hann hefja störf þann 1. september næstkomandi.

Þór er með ML í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Þór nam skattarétt við Háskólann á Bifröst og hefur unnið rannsóknir og lokaverkefni um húsaleigumarkaðinn á Íslandi.

Lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar 2017 en fyrsta greiðsla til einstaklinga á að verða 1.febrúar 2017.

Vinnumálastofnun býður Þór velkomin til starfa.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni