Fréttir 2016 Nóvember

Greiðslustofa húsnæðisbóta formlega opnuð

Þann 21.nóvember opnaði Vinnumálastofnun við formlega athöfn Greiðslustofu húsnæðisbóta sem staðsett er á annarri hæð við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Við sama tilefni var vefur Greiðslustofunnar, www.husbot.is formlega opnaður og var það þingmaður kjördæmisins og starfsmaður nefndarinnar sem undirbjó lögin, Elsa Lára Arnardóttir sem opnaði hann að viðstöddum góðum gestum.

Lesa meira

Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Óskert desemberuppbót er 60.616. Nýmæli er að atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót sem nemur 4% af óskertri desemberuppbót, eða rúmum 2.400 kr. fyrir hvert barn yngra en 18 ára.

Lesa meira

Ný viðbót á Mínum síðum atvinnuleitenda

Frá og með deginum í dag munu atvinnuleitendur geta skráð sig sjálfir af atvinnuleysisbótum og tilkynnt orlof. Það mun verða framkvæmanlegt undir Aðgerðum á Mínum síðum atvinnuleitenda. Það er von okkar að þessi valmöguleiki komi til með að bæta þjónustu okkar við atvinnuleitendur og minnka í kjölfarið tilkynningar til þjónustuvers.

Lesa meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.