Greiðslustofa húsnæðisbóta formlega opnuð

Opnun Greiðslustofu húsnæðisbóta

Þann 21.nóvember opnaði Vinnumálastofnun við formlega athöfn Greiðslustofu húsnæðisbóta sem staðsett er á annarri hæð við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Við sama tilefni var vefur Greiðslustofunnar, www.husbot.is formlega opnaður og var það þingmaður kjördæmisins og starfsmaður nefndarinnar sem undirbjó lögin, Elsa Lára Arnardóttir sem opnaði hann að viðstöddum góðum gestum.

Ný lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar 2017 og mun Greiðslustofa húsnæðisbóta þá formlega taka við verkefnum sveitarfélaganna sem varða útgreiðslu húsnæðisbóta.

Þór Hauksson Reykdal er forstöðumaður Greiðslustofu húsnæðisbóta og hefur hann ráðið til liðs við sig 14 aðra starfsmenn í jafn mörg stöðugildi sem hafið hafa undirbúning að framkvæmd nýrra laga.

Inni á hinum nýja vef www.husbot.is er að finna allar upplýsingar sem varða húsnæðisbætur og umsóknarferlið sjálft auk þess sem þar er að finna reiknivél sem hjálpar leigjendum að átta sig á upphæð mögulegra húsnæðisbóta.

Starfsfólk Greiðslustofa húsnæðisbóta hlakka til að takast á við verkefnið sem framundan er en lögin taka gildi 1. janúar 2017 og fyrstu greiðslur verða greiddar út 1. febrúar 2017.

Ljósmynd:  Feykir/KSE

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.