Ný viðbót á Mínum síðum atvinnuleitenda

Frá og með deginum í dag munu atvinnuleitendur geta skráð sig sjálfir af atvinnuleysisbótum og tilkynnt orlof. Það mun verða framkvæmanlegt undir Aðgerðum á Mínum síðum atvinnuleitenda. Það er von okkar að þessi valmöguleiki komi til með að bæta þjónustu okkar við atvinnuleitendur og minnka í kjölfarið tilkynningar til þjónustuvers.

Mínar síður atvinnuleitenda eru í stöðugri þróun og er viðbúið að atvinnuleitendur muni fljótlega einnig geta framkvæmt þar fleiri hluti upp á sitt einsdæmi.

Við vonum að viðbæturnar leggist vel í alla og verði þjónustuaukandi.

Starfsfólk Vinnumálastofnunar

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.