Rafræn þjónusta varðandi vinnusamninga öryrkja

Vinnumálastofnun vinnur markvisst að því að auka þjónustuframboð á rafrænu formi og hefur nú tekið í notkun nýjar vefgáttir vegna vinnusamninga öryrkja, annars vegar fyrir atvinnurekendur og hins vegar fyrir umsjónaraðila. 

Umsjónaraðilar eru fagaðilar sem sinna atvinnuleit og starfsendurhæfingu fyrir fólk með skerta starfsgetu og hafa verið tilnefndir af Vinnumálastofnun. 

Vinnusamningar öryrkja eru endurgreiðslusamningar, um er að ræða þríhliða samning milli einstaklings með skerta starfsgetu, atvinnurekanda og Vinnumálastofunar sem gerður er fyrir milligöngu umsjónaraðila.

Vefgátt fyrir atvinnurekendur var tekin í notkun í vor og einskorðast þjónustan í fyrstu við vinnusamninga öryrkja. Þar skilar atvinnurekandi inn launaupplýsingum og endurgreiðir Vinnumálastofnun honum þá hlutfall af launum og launatengdum gjöldum samkvæmt gildandi vinnusamningi.

Í byrjun desember var svo vefgátt fyrir umsjónaraðila opnuð. Þar fer allt afgreiðsluferli fram varðandi umsókn um vinnusamninga.

Með þessari aukningu í rafrænni þjónustu er verklag einfaldað og öryggi í meðferð gagna aukið.

Nánari upplýsingar um vinnusamning öryrkja er að finna á slóðinni https://www.vinnumalastofnun.is/atvinnurekandi/vinnusamningar-oryrkja

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.