Hópuppsagnir í desember 2016 og á árinu 2016

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2016, þar sem 126 starfsmenn misstu vinnuna í iðnaðarframleiðslu og fiskvinnslu. Flestar uppsagnanna koma til framkvæmda á tímabilinu mars til júní 2017.

Á árinu 2016 bárust Vinnumálastofnun 13 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 493 manns var sagt upp störfum. Flestir hafa misst vinnuna í fiskvinnslu, 122 eða um 25% allra hópuppsagna, í iðnaðar-framleiðslu 105, eða um 21%, 73 í upplýsinga- og fjarskiptagreinum eða um 15%, 61 í verslunarstarfsemi eða um 13% og í mannvirkjagreinum 51 eða um 10%.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hópuppsagnir á árinu 2016.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.