Norræna atvinnuleysistryggingamótið á Hellu

Vinnumálastofnun hélt Norrænt atvinnuleysistryggingamót á Hótel Stracta Hellu dagana 14.-15.sept. 

Norrænt atvinnuleysistryggingamót er haldið annað hvert ár og er markmiðið að saman komi helstu sérfræðingar Norðurlandanna á sviði atvinnuleysistrygginga til þess að deila reynslu og hlusta á erindi sem varpað geta ljósi á það hvernig löndin bæta atvinnuleysistryggingakerfi sín og læra af því sem gert hefur verið.

Að þessu sinni var fókusinn á áhrif deilihagkerfsins og rafrænnar tækni á atvinnuleysistryggingakerfin. Tæplega 100 þátttakendur voru á fundinum þar sem dýnamík og upplýsandi umræða var í forgrunni.

Smellið hér til að nálgast frekari upplýsingar um erindi og dagskrá

Norrænu atvinnuleysistryggingamótin eru hluti hins norræna samstarfs á sviði atvinnuleysistrygginga og eru fundirnir að lang mestu fjármagnaðir með fé frá Norrænu ráðherranefndinni.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni