Uppgötvaðu hæfileika þína - Starfsmenntavika í Evrópu

Í þessari vikur frá 20. – 24. nóvember  er starfsmenntavika í Evrópu og er sjónum einkum beint að starfsmenntun. Yfirskrift vikunnar er Uppgötvaðu hæfileika þína. Vinnumálastofnun vill nota tækifærið og hvetja þig til að huga að styrkleikum þínum ásamt starfs- og endurmenntun þinni og vekja athygli á starfsmenntasjóðum stéttarfélaga þar sem félagsmenn geta sótt um styrki til að sækja sér nýja þekkingu og færni.

Fjórða iðnbyltingin er nú þegar hafin og því verður æ mikilvægara að skoða hvaða áhrif hún hefur á vinnumarkaðinn og þá möguleika og tækifæri sem þú gætir átt til framtíðar vegna þeirra hröðu breytinga sem eru að verða vegna tækniframfara. Fjórða iðnbyltingin byggir á þeim hugmyndum að framfarir í tækni séu svo hraðar og miklar að samfélag og störf fólks muni breytast verulega á næstu árum.
Hér á þessari vefslóð er að finna nokkur örstutt erindi um Fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar http://www.visir.is/g/2017170309426 en einnig er mikið af greinum að finna á veraldarvefnum.
Við viljum einnig hvetja þig til að sækja þá viðburði sem auglýstir eru í vikunni en m.a. er Iðan fræðslusetur með málstofu um menntun og færni á vinnumarkaði og er viðburðurinn skráður á vefsvæði Evrópsku starfsmenntavikunnar
http://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=1261#

Undirbúðu þig fyrir vinnumarkað framtíðarinnar.

Með kveðju,
Starfsfólk Vinnumálastofnunar

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni