Ferilskrá - fjarnámskeið

Góð ferilskrá er eitt besta verkfærið í atvinnuleitinni. Í þessari vinnustofu verður farið yfir helstu atriðin sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferilskrá er gerð.  

Kennslan fer þannig fram að fyrst er stuttur kynningarfyrirlestur á netinu og síðan er boðið upp á viðtal við ráðgjafa í gegnum Teams eða í síma til að veita persónulega aðstoð við vinnu og frágang ferilskrárinnar.  

Nánari tímasetning síðar. Þar sem námskeiðið er kennt í streymi á netinu er þátttaka óháð búsetu.  

Fyrirhugað er að bjóða einnig upp á námskeið í ferilskrárgerð í nóvember fyrir pólskumælandi atvinnuleitendur.  

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  

Mín líðan – Sálfræðiþjónusta á netinu

Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu.

Boðið er upp á staðlaða hugræna atferlismeðferð (HAM) við einkennum þunglyndis, félagskvíða og lágu sjálfsmati. Öll samskipti við sálfræðing fara fram í gegnum skrifaðan texta.

Árið 2019 bætti Mín líðan þjónustu sína með því að bjóða einnig upp á fjarviðtöl, sem eru myndfundir þar sem hægt er að eiga samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum Internetið.

Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.

Ef þú átt staðfestan bótarétt og ert að glíma við vanlíðan getur sótt um að fá tíma hjá sálfræðingi hjá Mín líðan í gegnum Vinnumálastofnun þér að kostnaðarlausu.

Viltu vita meira? 

Hafðu samband við okkur á netfangið vesturland@vmst.is


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni