AMS á COVID-19 tímum

Nú starfa flestir ráðgjafar í Atvinnu með stuðningi heiman frá og fara mjög lítið í eftirfylgd vegna Covid- 19. Ráðgjafar eru í sambandi í gegnum tölvupóst og síma. Einstaklingar sem eru að bíða eftir að fá vinnu geta skoðað auglýst störf á netinu eins og t.d. á storf.is, job.is, alfred.is og einnig á vef Vinnumálastofnunar. Gott er að æfa sig í að gera ferilskrá og hugsa og skrifa niður hvernig vinnu manni langar að vinna við. Allir umsóknir sem berast eru skoðaðar og hringt í þá sem sækja um.

Þeir sem eru í Atvinnu með stuðningi hafa sama rétt og aðrir launþegar á almennum vinnumarkaði. Á þessum óvissutímum er eðlilegt að finna fyrir kvíða og vera með áhyggjur en þessi óvissutími á eftir að taka enda. Munum að hugsa vel um okkur, stunda hreyfingu og borða hollt.

Fólk er  hvatt til að vera í  samband ef einhverjar spurningar vakna. Best er að senda tölvupóst á ams@vmst.is og ráðgjafar munu þá hafa samband.

Hér eru góðar upplýsingar um kóróna-veiruna: https://www.throskahjalp.is/static/files/ko-ro-na-veiran-a-audlesnu-ma-li.pdf  

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni