AMS á COVID-19 tímum
Nú starfa flestir ráðgjafar í Atvinnu með stuðningi heiman frá og fara mjög lítið í eftirfylgd vegna Covid- 19. Ráðgjafar eru í sambandi í gegnum tölvupóst og síma. Einstaklingar sem eru að bíða eftir að fá vinnu geta skoðað auglýst störf á netinu eins og t.d. á storf.is, job.is, alfred.is og einnig á vef Vinnumálastofnunar. Gott er að æfa sig í að gera ferilskrá og hugsa og skrifa niður hvernig vinnu manni langar að vinna við. Allir umsóknir sem berast eru skoðaðar og hringt í þá sem sækja um.
Þeir sem eru í Atvinnu með stuðningi hafa sama rétt og aðrir launþegar á almennum vinnumarkaði. Á þessum óvissutímum er eðlilegt að finna fyrir kvíða og vera með áhyggjur en þessi óvissutími á eftir að taka enda. Munum að hugsa vel um okkur, stunda hreyfingu og borða hollt.
Fólk er hvatt til að vera í samband ef einhverjar spurningar vakna. Best er að senda tölvupóst á ams@vmst.is og ráðgjafar munu þá hafa samband.
Hér eru góðar upplýsingar um kóróna-veiruna: https://www.throskahjalp.is/static/files/ko-ro-na-veiran-a-audlesnu-ma-li.pdf