Hagnýt ráð í atvinnuleit á tímum COVID-19

Þegar við stöndum frammi fyrir óvissum tímum er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og hlúa að geðheilsunni. Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum og jafnvel kvíða á svona tímum.

Það eru eðlilegar tilfinningar sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir óþekktri ógn. Mikilvægt að hlúa að sér og láta þessar tilfinningar ekki taka yfir.

Hér gæti verið að finna hagnýt ráð sem tengjast því að vera á tímamótum, í atvinnuleit eða tímabundnu hléi frá atvinnulífinu vegna COVID-19:

 • Nú er rétti tíminn að yfirfara ferilskrána.
 • Nú er tíminn til að setja upp áætlun fyrir hvern dag og setja inn í dagkránna hvernig þú hlúir best að sjálfum þér: Hreyfing, slökun, lestur, sinna áhugamáli og setja inn daglega eitthvað skemmtilegt.
 • Kæmi til greina að gera stutt kynningarmyndband af þér sem gæti fylgt með? Ekki meira en mínúta, helst 30 sekúntur.
 • Það gæti verið ráð að vera ekkert að sækja um of mörg störf, heldur greina betur hvaða vinnustaðir eru í ágætum rekstri og jafnvel vöxtur frammundan og koma sér á framfæri þar þótt ekki sé farið að auglýsa enn eftri starfsfólki
  • Kynningarbréfið getur verið sjálft netbréfið, hnitmiðað, formlegt, engar íslenskuvillur (láta vin lesa yfir) og skýr vel upp sett ferilskrá með í viðhengi
 • Þú skalt lesa þér til um ráð varðandi það að fara í atvinnuviðtal gegnum netið, það er t.d. orðið algengt hjá alfred.is og hér eru ráð frá þeim: https://blogg.alfred.is/undirbuningur-fyrir-videovidtal
 • Nú er ekki ólíklegt að þú þurfir að vera tilbúnari en áður að skoða hreinilega að fara að vinna til að fara að vinna, draumastarfið þarf kannski að bíða um sinn
 • Verðlaunaðu þig reglulega fyrir hvert skref sem þú gerir í leit að vinnu, vel gert! Þeir fiska sem róa 
 • Þegar þú ert að sækja um, skaltu aðlaga ferilskrá þína og kynningarbréfið á þér fyrir hvert einasta starf sem þú sækir um. Frekar að vanda sig við hverja umsókn, en að reyna að sækja um sem flestar
 • Ekki gleyma því að enn er verið að auglýsta störf á netinu t.d. alfred.is og á ráðningarstofum og í fjölmiðlum

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni