Milljónir manns um heim allan hafa misst vinnu í kjölfar heimsfaraldsins sem nú herjar á mannkyn. Þeir sem koma hvað verst út úr því eru þeir sem glímdu við fjárhagsvanda áður eða voru við fátæktarmörk. Þessir tímar eru fordæmalausir og enginn veit með vissu hvenær útbreiðsla vírussins endar og því er lítið um svör við því hvenær hjól atvinnulífsins geti byrjað að snúast að nýju að fullum krafti. Þessi óvissa er óþægileg fyrir alla ogfer líka misvel í fólk. Á vörum okkar brenna ótal margar spurningar sem fæstir eiga svör við. Við spekúlerum um hitt og þetta og reynum að teikna upp þær sviðsmyndir sem við teljum að gæti myndast en það nær ekki lengra.

Í mikilli óvissu er mikilvægt fyrir hvern og einn að stjórna hugsunum sínum. Við þurfum að forðast að hugsa hlutina um of því það er auðvelt að detta í þann pytt að ímynda sér það versta við þessar aðstæður. Við þurfum að einblína á það jákvæða og muna að það sem við veitum athygli vex og dafnar. Það er val okkar að velja það sem hjálpar okkur að líða betur. Að auki erum við öll að fikra okkur saman í fyrsta sinn við þessar aðstæður og þegar við þurfum hvað mest á hvort öðru að halda, þá erum við í þeirri stöðu að geta ekki hitta aðra nema að takmörkuðu leyti. Það er ákveðin togstreita fólgin í því.

Atvinnuleysi leggst almennt ekki vel í fólk en á þessum tímum er enn minna um laus störf. Atvinnuleit verður því verulega strembin og ekki líklegt að  atvinnurekendur svari tilbaka. Við megum samt ekki gleyma því að það felast líka tækifæri í þessum miklu breytingum, því þegar heimurinn fer á hvolf þarf að endurskipuleggja hann að nýju. Þar kemur fjórða iðnbyltingin sterk inn. Við lifum sem betur fer í tæknivæddum heimi og sú tækni hefur opnað fyrir okkur heilmörg tækifæri. Nú er t.d. hægt að veita einstaklingsráðgjöf í gegnum viðurkenndan fjarbúnað hvert sem er í heiminum ef svo ber undir. Að auki felast tækifæri í því að senda kynningarmyndbönd á atvinnurekendur með ferilskránni og sé þar vandað til aukast líkurnar á að fá vinnu án þess að fara í atvinnuviðtal sem við hefðum kannski aldrei fengið fyrir það fyrsta.

Ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun eru að undirbúa sig undir nýjar nálganir í ráðgjöf við mismunandi hópa atvinnuleitenda og eru reiðubúnir í að aðstoða atvinnuleitendur varðandi námskeið o.fl. sem auðveldar atvinnuleitina. Þannig að á meðan atvinnulífið jafnar sig höfum við nóg að gera í að byggja okkur upp og undirbúa okkur fyrir að hluta til breytta heimsmynd og þannig snúið vörn í sókn. Ekki sitja ein/n með erfiðar hugsanir á þessum tímum, hafðu samband og biddu um ráðgjöf því við teljum ekki síður mikilvægt að hlusta.

Aðlokum megum við ekki gleyma því að aukið atvinnuleysi á tímum COVID19 er tímabundið ástand sem mun líða hjá.Þetta er vissulega óþægileg óvissuferð en við erum öll í henni saman og enginn er einn.

  1. apríl 2020

Hildur Jakobína Gísladóttir

 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni