Síðustu metrarnir

 

Lífið býður okkur oft upp á atvik sem við kærum okkur ekkert um. Að engu er spurt og við stöndum stundum frammi fyrir risavöxnu verkefni sem við verðum að takast á við. Þannig er lífið í hnotskurn og við eigum oftast í okkar raunum eða sorgum í einrúmi.

COVID19 er mál okkar allra og atvinnuleysi í  kjölfar þess er mál okkar allra. Það er enginn einn í þeirri ferð. Þar erum við öll. Öll saman í göngunni á toppinn sem hefur verið krefjandi og erfið en með því að setjast niður og pústa inn á milli hefur okkur tekist að komast saman á þann stað sem við erum á í dag. Við erum að nálgast toppinn og þá liggur leiðin niður og verður hún léttari. Þannig getum við lýst þessari vegferð okkar, eins og fjallgöngu en líka eins og fæðingu barns. Þar er ekki hægt að hætta við þó svo að viðkomandi sé alveg að bugast. Náttúran hefur sinn gang og manneskjan er í stakk búin til að takast á við það.

Þetta er í raun bara samtal við hugann. Talaðu til þíns sjálfs eins og þú myndir tala við þinn besta vin þegar hann er örvæntingarfullur eða sorgmæddur. Hvernig myndir þú stappa í hann stálinu? Talaðu eins við sjálfan þig og gerðu það upphátt.

Það eru allir staddir á sama stað, allur heimurinn. Við erum öll saman í þessu. En hvert og eitt okkar við ber líka á byrgð á því að láta þennan mótvind ekki slá sig út af laginu. Við þurfum að minna okkur á það á hverjum degi.

Vaknaðu á morgnana og hreyfðu þig. Búðu til þína eigin „möntru“ þar sem þú segir hana upphátt við þig nokkrum sinnum á dag. Mantra eins og t.d.“ ég gefst ekki upp“ eða „ ég skal komast í gegnum þetta“ „ það verður allt í lagi“. Bóluefnið er handan við hornið og nú glittir í toppinn, við förum að komast á leiðarenda. Skrifaðu bókina sem þú ætlaðir alltaf að skrifa. Farðu á námskeið eða í nám sem þig hefur alltaf langað til að gera. Reyndu að hafa nóg fyrir stafni.

Jólin verða án efa skrýtin í ár en það er þá bara þannig. Þau mega alveg vera skrýtin. Við þurfum bara að hlúa að okkur og komast í gegnum þetta.

Hjól atvinnulífsins fara að snúast að nýju innan skamms og m.a. má segja sem svo að þetta atvinnuástand hefur m.a. kennt starfsfólki Vinnumálastofnunar nýjar nálganir sem þið munuð svo fá að njóta færis á, á næsta ári.

Við skulum því anda inn og anda út og halda falleg jól. Hugsa fallega og jákvætt og næra allt það sem veitir okkur yl og gleði. Við komust í gegnum þetta saman. Leiðin liggur bráðum niður fjallið að nýju og hún er auðveldari en við verðum líka að passa upp á að fara ekki of hratt á leiðinni. Ekki gleyma að þú ert þinn allra besti vinur og þú verðskuldar allt það besta.

Hildur Jakobína Gísladóttir

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni