Fyrirmyndardagurinn

Fyrirmyndardagur


Föstudaginn 5.október stendur Vinnumálastofnun fyrir Fyrirmyndardeginum í fimmta skiptið. Með Fyrirmyndardeginum vekjum við athygli á atvinnumálum fatlaðs fólks og þörfinni á því að atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fái aukin tækifæri á vinnumarkaði. 

Á Fyrirmyndardeginum bjóða fyrirtæki og vinnustaðir til sín einstaklingum með fötlun eða skerta starfsgetu til að kynnast nýjum störfum og verkefnum á vinnumarkaði. Með því opnum við augu fyrirtækja fyrir starfskröftum og starfshæfni fólks með skerta starfsgetu og sýnum um leið fólki sem að öllu jöfnu vinnur önnur störf hve verkefnin og störfin eru fjölbreytt úti á vinnumarkaðnum.

Fyrirmyndardagurinn er af írskri fyrirmynd þar sem hann gengur undir nafninu „The Job Shadow day“.

Frá árinu 2014 (þegar dagurinn var fyrst haldinn á Íslandi) hafa fjölmargir atvinnuleitendur og vinnustaðir tekið þátt í deginum og unnið þannig gegn staðalímyndum sem hamla því að fólk með skerta starfsgetu fær fjölbreytt störf við hæfi. Margir atvinnuleitendur starfa í dag á þeim vinnustöðum sem tóku á móti þeim á Fyrirmyndardeginum og nýta þeir í flestum tilfellum kosti vinnusamninga öryrkja.

Við hvetjum fólk eindregið til að veita deginum athygli og taka þátt.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Sjöfn Kristinsdóttir verkefnisstjóri dagsins og sérfræðingur á sviði fyrirtækjaráðgjafar hjá Vinnumálastofnun í tölvupóstinum: fyrirmyndardagurinn@vmst.is.

Hér má sjá stutta kynningu á Fyrirmyndardeginum:

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.