Meðal verkefna Vinnumálastofnunar er að annast skipulag vinnumarkaðsúrræða, en þar er um að ræða styttri námskeið, starfstengd úrræði, námsúrræði, atvinnutengd endurhæfing og ráðgjöf.

Þjónusta ráðgjafa Vinnumálastofnunar miðast við einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins atvinnuleitanda, þar sem lagt er mat á vinnufærni atvinnuleitanda þegar hann sækir um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Á grundvelli matsins er gerð áætlun um atvinnuleit hans og þátttöku í viðeigandi vinnumarkaðsúrræðum, eða honum leiðbeint um aðra þjónustu ef þörf er talin á.

Vinnumálastofnun er heimilt að veita styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku þeirra sem tryggðir eru úr sjóðnum í vinnumarkaðsaðgerðum sem nemur bótarétti þeirra.

Samvinnan er vinnumarkaðsúrræði með þáttöku fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana eða frjálsa félagasamtaka.

Hvernig virkar samvinnan?

Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og frjáls félagasamtök geta fjölgað starfsmönnum með þáttöku í vinnumarkaðsúrræðum. Atvinnurekandi ræður einstakling sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins.

Atvinnurekandi greiðir einstaklingnum laun samkvæmt gildandi kjarasamningum en á móti þeim greiðslum greiðir Vinnumálastofnun atvinnurekandanum grunnatvinnuleysisbætur einstaklingsins ásamt 8% mótframlagi í lífeyriss

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu