Reykjavíkurborg

Sjúkragæsla í Bláfjöllum

Starf nr. ESK171009-01

Skráð á vefinn 09.10.2017

Sjúkragæsla Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
 
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins óska eftir starfsmanni í hlutverk sjúkragæslu í fullt starf hluta úr ári.  Um er að ræða mjög spennandi starf í líflegu umhverfi. 
 
Starfssvið:
Ábyrgð á fyrirbyggjandi slysaaðgerðum í skíðabrekkum, snjóflóðamati.
Ábyrgð á samskiptum við sjúkraflutningafólk ef um slys er að ræða.
Umsjón með aðhlynningu og flutningi slasaðra úr fjalli
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
Reynsla og menntun í sjúkraflutningi er mikill kostur
Reynsla af björgunarsveitastörfum er kostur
Skíðakunnátta er skilyrði
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisstarfi
Skipulagsfærni og hæfni til þess að vinna sjálfstætt
Íslenskukunnátta er skilyrði
 
Um er að ræða 100% starf hluta úr ári og er ráðningartímabil desember – maí ár hvert. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar. 

Umsóknarfrestur er til og með 25/10/17.

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: magnus@skidasvaedi.is

Stöðugildi

1

Starfshlutfall

0%

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu