Notendastýrð persónuleg aðstoð

Starf nr. ESK181008

Skráð á vefinn 07.10.2018

Ert þú á aldrinum 30 til 50 ára í leit að fjölbreyttu og skemmtilegu starfi?

Ég er 48 ára gömul hreyfihömluð kona að leita að aðstoðarkonu, eða konum, til að aðstoða mig við ýmsar athafnir daglegs lífs.
Ég bý á Höfuðborgarsvæðinu og þarfnast aðstoðar við ýmislegt, aðallega innkaup og útréttingar, þrif og annað er lýtur að heimilishaldi og ýmislegt sem á sér stað í mínu daglega lífi.

Hæfniskröfur eru þær að viðkomandi sé stundvís, jákvæð, ábyggileg og geti verið sveigjanleg.
Skilyrði er að viðkomandi hafi ökuréttindi og bifreið til umráða. Ég mun að sjálfsögðu greiða fyrir akstur.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Um er að ræða allt að 50% starf og er vinnutíminn samkomulagsatriði.

Laun eru samkvæmt launatöxtum Reykjavíkurborgar vegna heimaþjónustu, liðveislu og sérstakrar liðveislu og eru greidd sem verktakalaun.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en í byrjun nóvember.

Sé frekari upplýsinga óskað verða þær fúslega veittar á netfanginu: sarasvinka@gmail.com eða í síma 897 5410.

Umsókn ásamt almennri ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur skal senda á netfangið:
sarasvinka@gmail.com Umsóknarfrestur er til og með 19/10/18.

Stöðugildi

1

Starfshlutfall

40%

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu