Leigufélagið Bríet ehf.
Bókhald og leiguumsjón
Bríet leigufélag óskar eftir að ráða starfsmann í Borgarnesi. Starfið er afleysing til eins árs.
1. Umsjón með leigumati og úthlutun íbúða.
2. Annast gerð húsaleigusamninga og sinnir leigusalahlutverki félagsins.
3. Annast skráningu og tilkynningum íbúa við leigutakaskipti.
4. Samskipti við meðeigendur eigna ef upp koma húsreglnabrot.
5. Umsjón með framfylgni húsreglna og húsaleigulaga.
6. Tengiliður við sveitafélög og fleiri um málefni leigjenda.
7. Umsjón með sölueignum og samskipti við fasteignasala og vinnslu innkominna tilboða.
8. Símaþjónusta, upplýsingar, umsjón með pósti og dagleg afgreiðsla.
9. Almenn þjónusta og fyrirgreiðsla við leigjendur.
10. Gæðamál og verkferlar, ber ábyrgð á að til staðar séu skilvirkir og skráðir verkferlar og
verklagsreglur.
11. Ábyrgð og utanumhald á kostnaðarbókhaldi
12. Umsjón með skönnun og skjölun pósts og gagna.
13. Umsjón með heimasíðu
14. Þátttaka í lykilverkefnum, umbóta- og átaksverkefnum Bríetar.
15. Önnur tilfallandi verkefni að beiðni framkvæmdastjóra.
Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af bókhaldsstörfum eða sé viðurkenndur bókari.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fullt starf. Vinnutími sveigjanlegur kl 8-16 / 9-17 alla virka daga nema föstudaga í styttri vinnuviku.
Laun skv. kjarasamningi VR.
Nánari upplýsingar veitir Harpa Ingólfsdóttir Gígja í tölvupósti á netfangið harpa@briet.is
Umsóknarfrestur
29.05.2023
Starf nr.: 230517-04
Skráð á vefinn: 17.05.2023
Stöðugildi: 1
Starfshlutfall: 100%