Kaffibarþjónn/afgreiðsla

Kattakaffihúsið óskar eftir starfsmanni í afgreiðslu í fullt starf frá og með 1. apríl nk.

Viðkomandi þarf að vera vanur kaffibarþjónn og vanur afgreiðslu- og þjónustustörfum. Einnig þarf viðkomandi að vera kattavinur með mikla þjónustulund og geta unnið undir álagi ef þarf. Íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Snyrtimennska, skipulagshæfileikar og frumkvæði eru kostir.
Vinnutími er frá 9.00-15.00 virka daga og önnur hver helgi frá 13.00-19.00 laugardag og sunnudag.

Kattakaffihúsið er vinsælt kaffihús í miðbænum sem aðstoðar einnig ketti í heimilisleit.

Hægt að sjá nánari upplýsingar um kaffihúsið á www.kattakaffihusid.is og á Facebook og Instagram Kattakaffihusid. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Birgisdóttir i rbirgis@gmail.com. Umsókn og ferilskrá sendist á rbirgis@gmail.com. Umsóknarfrestur er til og með 30/03/20.


ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 3. gr. reglugerðar 1224/2015 um vinnumarkaðsúrræði.

Starf nr.: ESK200311

Skráð á vefinn: 11.03.2020

Stöðugildi: 5

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.