Íþróttahús Fram

Húsvarsla, umsjón og þrif

Knattspyrnufélagið Fram leitar af traustum einstaklingi til að vinna í íþróttahúsi og við útisvæði félagsins.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem viðkomandi þarf að vera í miklum samskiptum við iðkendur hússins svo og aðra sem sækja það heim.

Við leitum eftir starfsmanni sem er traustur, samviskusamur, stundvís, handlaginn og lipur í mannlegum samskiptum og á auðvelt að takast á við ný verkefni og leysa á farsælan hátt.

Með gott líkamlegt atgervi og að lágmarki 25 ára gamall.

Hreint sakavottorð og íslenskukunnátta skilyrði.

Breytilegur vinnutími, en unnið er í dagvinnu, yfirvinnu, og helgarvinnu.

Umsóknarfrestur er til og með 13/07/20. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: johanna@fram.is

Starf nr.: SS200625-01

Skráð á vefinn: 25.06.2020

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni