Hótel Keflavík ehf.

Næturvörður

Við leitum að metnaðarfullum aðila til að vinna með okkur á nýjum tímum í ferðaþjónustu á Hótel Keflavik & Diamond Suites sem næturvörður starfstöðvar. Starfsstöðin er allt rými hótelsins, skrifstofur, almenn rými, fundarsalir, herbergi og gistiheimili. Veitingastaður og bar.

Helstu verkefni
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, úrræðagóður og vera sveigjanlegur hvað varðar vinnutíma
Viðkomandi kemur til með að vera næturvörður starfsstöðvar og sjá um ýmis verkefni á meðan vakt stendur, taka á móti gestum og þjónusta þá, fylgjast með allri starfstöð í myndavélakerfi og ganga um rýmið, þrífa móttöku og sali og fleiri verkefni sett af yfirmanni.
Skilyrði er að tala íslensku og/eða ensku, önnur tungumál kostur.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á sviði ferðaþjónustu kostur
Reynsla á sviði móttökustörf eða ferðaþjónustu skilyrði
Geta unnið vaktavinnu um nætur
Framúrskarandi þjónustulund við viðskiptavini
Góðir samskiptahæfileikar
Kunnátta á tölvur og tölvukerfi skilyrði s.s. outlook, excel og word.
Tungumálakunnátta: íslenska og/eða enska.
Reyklaus og vímuefnalaus.
Stundvísi, jákvæðni, vinnusemi og ábyrgðartilfinning.
Búseta í Reykjanesbæ er skilyrði
Það er mjög mikilvægt að starfsmenn okkar séu sveigjanlegir þegar kemur að öðrum verkefnum.

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 11. gr. reglugerðar 918/2020 um vinnumarkaðsúrræði.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2021.
Vinsamlegast sendið allar umsóknir á office@kef.is ásamt ferilskrá.
Athugið að þær umsóknir sem hafa ekki ferilskrá verðar virtar af vettugi.
Umsóknarfrestur er til og með 20/03/21.

Starf nr.: GRL210223-04

Skráð á vefinn: 22.02.2021

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni