Heimahagar ehf.

Blönduð ferðaþjónustustörf

Leitað er eftir ábyrgðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi til að starfa við blandaða ferðaþjónustu við Ásbyrgi á norð-austurlandi frá 15. júní til 30. september 2021.
Megin starfið væri að sinna þrifum á stúdíóhúsum og aðstoða við þvott. Samhliða þessum störfum verður ýmis útivinna sem snýr að uppbyggingu, viðhaldi og annari aðstoð. Þar má nefna m.a. málningarvinnu (bera á sólpalla), ýmsa girðingarvinnu, aðstoð við hestaleigu (ekki skylda en kostur), skutlþjónusta fyrir göngufólk o.fl..

Starfsmaður þarf að hafa gott vald á ensku og vera lipur í samskiptum. Nauðsynlegt er að búa yfir sveigjanleika og jákvæðni við dagleg störf.
Starfsmaður þarf að geta borið ábyrgð á að vinna sjálfstætt í þeim verkum sem honum eru falin, til lengri eða skemmri tíma í senn.
Unnið verður samkvæmt vaktavinnuplani.
Herbergi er í boði á staðnum.

Kostur en ekki krafa:
Reynsla af ferðaþjónustustörfum
Meirapróf
Reynsla af hestum
Reynsla af útistörfum

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 9. og 11. gr. reglugerðar 918/2020 um vinnumarkaðsúrræði.


Umsóknarfrestur er til og með 15/05/21. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: info@nordicnatura.is

Starf nr.: ÁÁ212503-07

Skráð á vefinn: 23.03.2021

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni