Ferðaskipuleggjandi

Við erum lítil og spennandi ferðaskrifstofa sem vantar starfsmann sem elskar skipulag.

Við erum að leita að manneskju sem er jákvæð, vinnur vel undir álagi, ábyrgðafull, framtakssöm og umfram allt skipulögð. Starfið er mjög fjölbreytt og breytilegt á milli mánaða.

Þú verður í samskiptum við erlenda og innlenda viðskiptavini, leiðsögumenn, bílstjóra, hótel og aðra birgja. Þú vinnur í bókunarkerfinu DK, sem mjög mikilvægt er að halda uppfærðu og réttu. Kemur að innheimtu, sölu dagsferða og setur inn myndir á samfélagsmiðla.

Hæfniskröfur
Almenn bókhaldsþekking, kostur að hafa reynslu af DK.
Verður að tala og skrifa íslensku og ensku mjög vel
Reynsla af skrifstofustörfum
Almenn þekking af samfélagsmiðlum

Umsóknarfrestur er til og með 24/10/21.

Vinsamlegast sækjið um starfið á Mínum síðum. 

Starf nr.: RD211012-03

Skráð á vefinn: 12.10.2021

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni