Skákgreind ehf.

Gervigreindarforritari

Ert þú vanur gervigreindarsérfræðingur eða með góðan bakgrunn og áhuga á að vaxta í það starf?

Við erum öflugur tæknisproti með bæði innlenda og evrópska rannsókna og þróunarstyrki, sem vinnur að því að gera nám aðgengilegra fyrir alla. Viðtökur við vefsíðu fyrir einstaklingsmiðað nám, þar sem boðið er uppá kennslu fyrir almenning um gervigreind, hafa farið framúr björtustu vonum. Framundan er spennandi tími þar sem unnið er náið með notendum að þróun.

Við erum með öflugt erlent samstarf og nýtum nýjustu aðferðir gervigreindar.

Við leitum að öflugum gervigreindarsérfræðingi með reynslu af Pytorch, Tensorflow og OpenCV. Við vinnum með tauganet, Bayesian Decision Networks og Markov líkön.
Verkefnin eru á sviði myndgreiningar og líkanagerðar.
Einnig kemur til greina að ráða áhugasaman einstaklings sem hefur góðar undirstöður til að tileinka sér þessa tækni.

Áhugi á uppsetningu gervigreindartækni í skýjalausnum s.s. AWS og Docker er kostur.
Einnig er áhugi á gerð hátækni kennslulausna kostur ásamt tölfræðilegri úrvinnslu og SQL gagnagrunnsvinnslu (e. learning analytics) kostur ásamt þekkingu á Python. Tæknin vinnur með vef og app hluta sem er forritaður í Blazor, C#, .NET Core, Android/Xamarin app. Reynsla af þessum tæknistakk er kostur.

Vefurinn nýtir gervigreind til einstaklingsbundinnar kennslu, með það að markmiði að gera upplifun notenda sem ánægjulegasta og skilvirkasta.

Þú munt vinna með öflugum samstarfsaðilum að því að vefurinn virki fyrir raunverulega notendur og vinna að gerð námsefnis og vöruþróun.


Þú átt auðvelt með að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði.

Vefurinn er þróaður eftir agile aðferðarfræði í öflugu samstarfi við innlenda aðila, sem veita endurgjöf og taka þátt í notendaprófunum.

Um er að ræða framtíðarstarf.

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 10. gr. reglugerðar 1224/2015 um vinnumarkaðsúrræði.

Umsóknarfrestur er til og með 25/12/21. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: ceo@skakgreind.is

Starf nr.: SS211026-07

Skráð á vefinn: 25.10.2021

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni