Ísfix ehf

Hurðaþjónusta

Okkur vantar starfsmann í mjög fjölbreytt FRAMTÍÐARSTARF hjá www.isfix.is, stofnað árið 1998.
Ísfix er fjölskyldufyrirtæki þar sem starfa 5 manns og erum við að bæta við okkur vegna mikillar fjölgunar á verkefnum.
Við sérhæfum okkur í sjálfvirkum hurðum og þá helst búnaðinum sem drífur hurðirnar,
Það er bæði um viðhald og nýuppsetningar í þessu starfi, hurðirnar eru alveg frá inn/út gangshurðum og í stórar lagerhurðir,
Starfið krefst töluverðrar þjálfunar og tekur tíma að komast inní alla þætti starfsins, því er mikilvægt að um FRAMTÍÐARSTARF sé að ræða.

Umsækjandi verður að hafa:
BÍLPRÓF
Kunnáttu í ÍSLENSKU OG ENSKU, talað og ritað mál
EÐA
MJÖG GÓÐA Kunnáttu í ENSKU, talað og ritað mál
Meðmæli og hreint sakavottorð

Viðkomandi þarf að hafa reynslu:
að vinnu með öll algengustu iðnverkfæri.
þekkingu á smíðum.
þekkingu á rafmagni (mikill kostur).
Tölvuþekkingu og þekkingu á notkun á helstu forritum í Microsoft.

Útsjónarsemi og sjálfstæði í vinnubrögðum eru mikilvægir kostir.
Jákvætt viðmót og kurteisi, þar sem mikið er um samskipti við okkar viðskiptamenn, skiptir miklu máli.

Viðkomandi fær bifreið og verkfæri til afnota og einnig fyrirtækjasíma.

Þetta er starf sem hægt er að vaxa og þroskast í, hjá okkur er góður starfsandi og við leitum því að félaga í okkar litla samfélag.
En starfið felur í sér að starfa mjög sjálfstætt og því ekki mikið um félagsskap, nema í byrjun og lok dags.

Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið: isfix@isfix.is







Umsóknarfrestur

28.02.2023

Starf nr.: 230201-04

Skráð á vefinn: 01.02.2023

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni