Smjattpatti ehf.
Aðstoðarmaður í mötuneyti
Ert þú Smjattpatti?
Okkur vantar starfsmann í mötuneyti Smjattpatta í Tækniskólanum.
Starfið er mjög fjölbreytt: Aðstoð við matargerð, afgreiðsla á kössum, fylla á kæla, ganga frá vörum, frágangur, uppvask og þrif.
Þú þarft að geta unnið sjálfstætt, vera með góða þjónustulund, jákvæðni og stundvísi.
Vinnutíminn er frá 08:00-15:00 virka daga.
Þetta er tímabundin vinna og er frá 1. febrúar til 12. maí 2023
Laun eru samkvæmt samkomulagi.
ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 9. og 11. gr. reglugerðar 918/2020 um vinnumarkaðsúrræði.
Umsóknarfrestur
31.01.2023
Starf nr.: 230124-06
Skráð á vefinn: 24.01.2023
Stöðugildi: 1
Starfshlutfall: 85%