Vinnumálastofnun

Hjúkrunarfræðingar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Nú þegar starfa tveir hjúkrunarfræðingar í teyminu og er þjónustuteymið tiltölulega nýtt og er í stöðugri þróun. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að koma og starfa með okkur í þessum málaflokki.

Helsta hlutverk hjúkrunarfræðinga í teyminu er að meta þörf fyrir læknisþjónustu þeirra sem eftir henni óska og koma málum í viðeigandi farveg. Mörg málanna eru leyst innanhúss í hjúkrunarmóttöku en oft þarf að vísa fólki áfram í kerfinu og eru samskipti við aðra aðila í heilbrigðiskerfinu því mikil. Hjúkrunarmóttakan fer fram í samræmdri móttökumiðstöð í gamla Domus Medica á Egilsgötu og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Skjólstæðingar teymisins koma frá hinum ýmsu heimshornum og eru með ólíkan menningarbakgrunn, sem gerir starfið sérlega áhugavert og spennandi.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð

Viðtöl við skjólstæðinga sem óska eftir heilbrigðisþjónustu

Tilvísun í viðeigandi úrræði innan heilbrigðiskerfisins

Almenn hjúkrunarráðgjöf

Fylgja flóknari málum eftir

Vera málssvari umsækjenda um alþjóðlega vernd í heilbrigðiskerfinu

Vera tengiliður við heilbrigðiskerfið

Menntunar- og hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi

Skipulagshæfni og góð færni í samskiptum

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Jákvæðni og lausnamiðuð nálgun

Góð kunnátta í íslensku og ensku

Kostur ef viðkomandi talar spænsku, arabísku eða úkraínsku

Bílpróf

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélagi hafa gert.

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir: Íris Halla Guðmundsdóttir deildarstjóri í síma 5154800 eða með fyrirspurn á netfangið iris.h.gudmundsdottir@vmst.is.

Athugð að sækja skal um starfið á Alfreð: https://alfred.is/starf/hjukrunarfraedingar-28

Umsóknarfrestur

16.06.2023

Starf nr.: 230602-07

Skráð á vefinn: 02.06.2023

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni