Hvalfjarðarsveit

Skólaliði

Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir skólaliða í 50% starf. Um tímabundna ráðningu er að ræða frá 15. ágúst 2022 - 7. júní 2023. Vinnutími er frá kl. 12:45 – 16:45. Starfið felst í skipulagningu, gæslu og leik í tómstunda- og frístundastarfi fyrir börn í 1. - 4. bekk í góðri samvinnu með samstarfsfólki og börnum.

Hæfniskröfur:
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.
Frumkvæði og árvekni.
Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að leggja sig fram við að mæta þörfum allra barna.
Reynsla af störfum í skólaumhverfi er æskileg.
Góð íslenskukunnátta.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri, í síma 896 8158. Starfið hentar öllum kynjum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is

Umsóknarfrestur

15.08.2022

Starf nr.: 220712-03

Skráð á vefinn: 12.07.2022

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 50%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni