Hrafnaþing ehf.

Vörustjóri & Þjónusta

Vilt þú verða vinur í Reykjavík? Vörustjórn & Þjónusta

Spennandi starf í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustufyrirtækið Your Friend In Reykjavik (YFIR) leitar að töluglöggum starfsmanni til þess að hjálpa okkur við að bæta þjónustuna við okkar erlendu og innlendu vini.

Verkefnin eru fjölbreytt enda margir hattar í litlum en ört vaxandi fyrirtækjum.

Um er að ræða fullt starf sem unnið er í fjarvinnu eins og sakir standa en mögulega breytist það er fram líða stundir og við komum okkur upp fastri skrifstofu.
Your Friend In Reykjavík er ferðaskipuleggjandi og býður upp á úrval upplifana í Reykjavík og þar má helst nefna daglega matar-, borgar- & sögu-, huliðsheima- og bjórgöngutúra svo eitthvað sé nefnt.
Einnig er mikil aukning á bókunum í ökuleiðsögn, á einkaferðum og jafnvel skipulagningu á ferðalögum í heild sinni fyrir áhugasama ferðamenn.

Okkar skrifstofuteymi er staðsett á Íslandi, Englandi og Póllandi eins og staðan er í dag.

Við erum með þúsundir fimm stjörnu ummæli á síðum eins og Tripadvisor og leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu við okkar ferðalanga.

Gildi YFIR eru: Ástríða, Fagmennska, Framúrskarandi þjónusta, Hlýja og Gleði

—------------------------------

Are you a Friend In Reykjavik?

An exciting job in tourism
The tour operator, Your Friend In Reykjavik (YFIR), is looking for an addition to the team to help us improve our services to our foreign and domestic friends.

This is a full-time position, which is done remotely as things stand now, but that may change as time goes by and we establish a permanent office.
Your Friend In Reykjavik is a fast-growing tour operator and offers a range of experiences in Reykjavik, including daily food tours, city & history tours, hidden world tours, and beer tours, to name a few.
There is also a significant increase in bookings for guided tours, private tours, and designing and planning multi-day trips/tours.
We have thousands of five-star reviews on sites like Tripadvisor, and our DNA is to provide excellent personal service and be a Friend in Reykjavik.

The Values of YFIR are: Passion, Professionalism, Personal Service, Fun & Warmth
Helstu verkefni og ábyrgð

• Halda utan um vöruframboð YFIR og dreifingu til samstarfsaðila.
• Utanumhald ferða þá daga sem viðkomandi er á "vakt", eða einfaldlega í samstarfi við aðra aðila á skrifstofunni.
Það þýðir samskipti við ferðalanga, leiðsögufólk, veitingastaði og aðra þá hagsmunaaðila sem þörf er á til þess að ferðir dagsins hverju sinni gangi vel fyrir sig.
• Þekking á Bókhaldskerfinu Payday eða svipuðum hugbúnaði til þess að sinna grunn bókhaldsvinnu, gera reikninga fyrir okkar þjónustu og einnig til þess að yfirfara og staðfesta reikninga frá samstarfsaðilum fyrir uppgjör.
• Framsetning ferða og efnis á heimasíðu okkar og hjá samstarfsaðilum.
• Geta til þess að setja fram tölfræði og fleiri gögn á skiljanlegan hátt til þess að hjálpa okkur að betrumbæta stefnumótun á starfi okkar til framtíðar.
• Tilboðsgerð og utanumhald ferða.
• Bókun á gistingu, afþreyingu ofl. hjá innlendum samstarfsaðilum.

EN: Main tasks & responsibilities
• You would be responsible for the Product portfolio of YFIR and its distribution to partners.
• Daily tour arrangements during shift days or in collaboration with others from the YFIR team.
• Excellent communication with customers, guides, restaurants, and other third parties is needed for the day's seamless trips.
• One of the critical aspects is that applicants MUST have a bookkeeping foundation to help us with that aspect of our business.
• Knowledge of Payday Accounting system or similar software - handling invoicing for our services, reviewing and confirming invoices from partners for settlement.
• Working on our website with tours & content.
• Ability to present statistics and other data in an understandable way to help us refine the strategic planning of our tours for the future.
• Making tour offers, planning and managing trips
• Booking accommodation, transport, activities, entertainment, etc., with local partners
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla af ferðaskrifstofu störfum og kunnátta á bókunarforritið Bókun skilyrði
• Þekking á Excel og geta til þess að halda utan um vöruframboð YFIR hjá
bæði okkur & samstarfsaðilum
• Þekking á að vinna með ferðagrunna (Extranet / Channel Manager) samstarfsaðila
• Bókhaldsþekking
• Framúrskarandi enskukunnátta - önnur tungumál kostur
• Rík þjónustulund = Your Friend In Reykjavik
• Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Miklir skipulagshæfileikar, góð yfirsýn og sjálfstæð vinnubrögð
• Þekking & reynsla af af vinnslu með Wordpress
• Mjög góð þekking á Íslandi
EN: Educational & Skill requirements
• Experience in travel agency work (Tourism) and knowledge of the booking system BOKUN required
• Knowledge of Excel and the ability to have an excellent overview of the product portfolio of YFIR and its distribution with various partners
• Knowledge of working with Extranets and channel managers
• Basic bookkeeping knowledge
• Excellent English skills - other languages are a plus
• Being able to provide great customer service = Your Friend In Reykjavik
• Glass half full, personality, Þetta Reddast, positivity, excellent communication skills, and outstanding organizational skills
• Be able to work efficiently and independently.
• Knowledge & experience of the CMS system WordPress
• Excellent knowledge of Iceland
Aukaspurningar:
- Af hverju ættir þú að vera ráðin(n) í starfið
- Hverjar eru launakröfur þínar
- Hvaða þekkingu hefur þú á starfsemi Your Friend In Reykjavik?

Additional questions to be answered :
- Why should you be hired for the position?
- What are your wage/salary claims?
- What do you know about Your Friend in Reykjavik?


To apply, email valur@yourfriendinreykjavik.com, and please apply before the 25th of November.

Umsóknarfrestur

27.11.2023

Starf nr.: 231113-01

Skráð á vefinn: 13.11.2023

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni