Kröfulýsingar og eyðublöð

Þegar lýst er kröfu um vangoldin laun, bætur vegna launamissis í uppsagnarfresti eða orlofslaun vegna greiðsluerfiðleika skal lýsa kröfu um heildarlaun án frádráttar opinberra gjalda.  Ábyrgðasjóður launa gerir skil á staðgreiðslu til skattyfirvalda.

Kröfulýsing launamanns

Eyðublað fyrir kröfulýsingu launamanns er hægt að nálgast hér (pdf skjal, excel skjal).  Á eyðublaðinu er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram auk fylgigagna:

 • Nafn, kennitala, heimilisfang og bankareikningsnúmer kröfuhafa
 • Nafn, kennitala og heimilisfang vinnuveitanda
 • Dagsetning gjaldþrotaúrskurðar og frestdags
 • Hvaða starfi kröfuhafi gegndi, upphaf og lok starfstíma, launakjör og  upplýsingar um á hvaða samningum þau voru byggð
 • Upplýsingar um hvernig krafa er gerð og fyrir hvaða tímabil hver krafa nær
 • Sundurliðun kröfu í höfuðstól, kostnað og vexti
 • Yfirlýsing þess efnis að undanþágur frá ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa eigi ekki  við viðkomandi kröfuhafa.

Kröfulýsing vegna lífeyrissjóðsiðgjalda

Þegar lýst er kröfu vegna lífeyrissjóðsiðgjalda er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram auk fylgigagna:

 • Nafn og kennitala hvers launamanns sem krafan er fyrir
 • Nafn, kennitala og heimilisfang vinnuveitanda
 • Dagsetning gjaldþrotaúrskurðar og frestdags
 • Sundurliðun kröfu fyrir hvern launamann skipt niður í iðgjaldatímabil
 • Sundurliðun kröfu í höfuðstól, áfallins kostnaðar og vexti
 • Yfirlýsing þess efnis að undanþágur frá ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa eigi ekki  við viðkomandi kröfuhafa

Kröfulýsing fyrir orlof vegna greiðsluerfiðleika

Launamenn sjálfir eða stéttarfélög í umboði þeirra geta sótt um greiðslu orlofslauna á þar til gerðu eyðublaði. Sækja eyðublað  Á eyðublaðinu er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram auk fylgigagna:

 • Nafn, kennitala, heimilisfang og bankareikningsnúmer kröfuhafa
 • Nafn, kennitala og heimilisfang vinnuveitanda
 • Upphæð kröfunnar og til hvaða tímabils hún nær
 • Hvaða starfi launamaður gegnir eða gegndi hjá vinnuveitanda
 • Yfirlýsing þess efnis að undanþágur frá ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa eigi ekki  við viðkomandi kröfuhafa.

   

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu