Undanþágur frá ábyrgð

Kröfur framkvæmdarstjóra og stjórnarmanna hins gjaldþrota fyrirtækis njóta ekki ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa, sama gildir um eigendur að verulegum hlut í fyrirtækinu.

Heimilt er að hafna kröfum maka og annarra skyldmenna framkvæmdastjóra, stjórnarmanna eða eigenda ef sýnt er að kröfur þeirra eru óréttmætar með tilliti til þessara tengsla.

Einnig er heimilt að lækka greiðslu úr sjóðnum miðað við gerða kröfu ef krafan telst óeðlilega há miðað við það starf sem kröfuhafi gegndi, starfstíma hans og þau launakjör sem tíðkast í viðkomandi starfsgrein eða eftir atvikum í hinu gjaldþrota fyrirtæki.

Þessar undanþágur gilda hvoru tveggja um launakröfur og kröfur lífeyrissjóða.

Verktakar eiga ekki rétt á greiðslu krafna sinna úr sjóðnum enda njóta kröfur þeirra ekki forgangsréttar samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum.  

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu