Fjárhæðir atvinnuleysisbóta frá 1. janúar 2018
Þann 1. janúar sl. hækkaði fjárhæð atvinnuleysisbóta.
Óskert upphæð grunnatvinnuleysisbóta er nú 227.417 kr. á mánuði fyrir skatt.
Óskert upphæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 358.516 kr. á mánuði fyrir skatt.
Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 9.097 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).
Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjárhæðir atvinnuleysisbóta