Fyrirmyndardagurinn er í dag

Fyrirmyndardagurinn er nú haldinn í fimmta sinn  í dag á vegum Vinnumálastofnunar. 

Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að  fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Fyrirmyndardaginn

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu