Vinnumálastofnun og Prógramm undirrita samning

Vinnumálastofnun og Prógramm undirrituðu samning þann 22. október sl. um gerð rafræns þjónustukerfis vegna umsókna um vinnu- og hæfingartengda þjónustu fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu.

Vinnumálastofnun er framkvæmdaraðili verkefnisins og vinnur það í nánu samstarfi við fulltrúa sveitarfélaga landsins. 

Viljayfirlýsing um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks sem undirrituð var í september 2015 er grunnurinn að samstarfi Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna um ofangreint stafrænt þjónustukerfi. 
Þjónustukerfið verður skráningar, umsýslu- og upplýsingatæki starfsfólks þar sem yfirsýn yfir stöðu umsókna og þjónustu verður aðgengileg.  

Þá verður hægt að vinna tölfræðilegar úttektir sem er mikilvægur liður til upplýsingargjafar og framþróun í vinnu og hæfingartengdri þjónustu.

Við undirritun samnings

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu