Fréttir 12 2018

Lokað á aðfangadag og gamlársdag

Vinsamlegast athugið að skrifstofur Vinnumálastofnunar verða lokaðar á aðfangadag og gamlársdag.  Opið verður að venju milli jóla og nýárs.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 2,5%

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 2,5% og jókst um 0,1 prósentustig frá októbermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 885 á atvinnuleysisskrá í nóvember í ár frá nóvember í fyrra (2017), en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,1%.

Lesa meira

Samningur um þjónustu Hugarafls

Félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir milligöngu Vinnumálastofnunar hefur gert nýjan samning við Hugarafl til tveggja ára um að sinna starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir sem þurfa öflugt utanumhald og eftirfylgd. Sérstök áhersla verður lögð á ungt fólk sem uppfyllir ekki skilyrði fyrir þjónustu lokaðra endurhæfingarúrræða.

Lesa meira

Hópuppsagnir í nóvember

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 233 starfsmönnum var sagt upp störfum, öllum á Suðurnesjum, 213 í flutningum og 20 í fiskvinnslu. Uppsagnirnar taka flestar gildi í janúar 2019. Alls hefur 595 manns verið sagt upp á tímabilinu janúar til nóvember 2018 í hópuppsögnum, flestum eða 244 í flutningum og 151 í fiskvinnslu. Allt árið 2017 var alls 632 manns sagt upp störfum í hópuppsögnum.

Lesa meira

Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sett reglugerð um greiðslur desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 81.000 kr. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.

Lesa meira

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu