Opnunartími Vinnumálastofnunnar yfir hátíðarnar

Vinnumálastofnun óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs ár.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 4,1%

Skráð atvinnuleysi í nóvember mældist 4,1% og jókst um 0,3 prósentustig frá október.

Lesa meira

Hópuppsagnir í nóvember

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 50 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í mannvirkjagerð og 23 í framleiðslu. Flestar uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu mars til júní 2020.

Lesa meira

Desemberuppbót atvinnuleitenda 2019

Félags- og barnamálaráðherra hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar úr atvinnuleysistryggingasjóði.
Rétt á fullri desemberuppbót eiga þeir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins, hafa verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2019 og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Óskert desemberuppbót er 83.916.- kr.
Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en nemur 20.979.- kr.
Uppbót vegna barns eða barna tekur engum skerðingum, heldur nemur í öllum tilvikum 4% af óskertri desemberuppbót sem eru rúmar 3.357.- kr. fyrir hvert barn.
Gert er ráð fyrir að desemberuppbætur verði greiddar út eigi síðar en 15. desember.
Smelltu hér til að  nálgast reglugerðina.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í október var 3,8%

Skráð atvinnuleysi í október mældist 3,8% og jókst um 0,3 prósentustig frá september.

Lesa meira

Norræn ráðstefna á Grand Hótel, 7. nóvember 2019 - streymi

fimmtudaginn 7.nóvember verður haldin norræn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni The Working conditions of tomorrow- nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu.

Lesa meira

Hópuppsagnir í október

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í október þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum, 45 í byggingariðnaði þar af 25 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Norðurlandi eystra og 10 í framleiðslu. Flestar uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu desember 2019 til febrúar 2020.

Lesa meira

Ertu að flytja til Norðurlandanna og vantar upplýsingar?

EURES evrópsk vinnumiðlun, Info Norden og Rannís boða til hádegisfundar þriðjudaginn 5. nóvember þar sem starfsemi okkar verður kynnt fyrir gestum. Við eigum það sameiginlegt aðsinna upplýsingagjöf til almennings varðandi flutning, atvinnuleit og nám á Norðurlöndunum.

Lesa meira


The working conditions of tomorrow - Ráðstefna 7.nóv

Fimmtudaginn 7.nóvember verður haldin norræn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni The Working conditions of tomorrow- nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu.

Lesa meira


Hópuppsagnir í september

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september þar sem 234 starfsmönnum var sagt upp störfum, 102 í fjármálastarfsemi, 87 í flutningum og 45 í fiskvinnslu. Flestar uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu nóvember 2019 til maí 2020.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 12 fréttir af 40

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni