Málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði

Atvinnuréttindi útlendinga

Lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 - Ákvæði laga þessara gilda um heimild útlendinga til atvinnu hér á landi. Lögin gefa heimild til að veita atvinnuleyfi vegna starfa útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni. Lögunum er einnig ætlað að tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins í atvinnuskyni og kveða á um rétt útlendinga til atvinnu hér á landi að ákveðnum skilyrðum fullnægðum.

Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 47/1993 - Ákvæði reglugerðar um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins.


Starfsmannaleigur

Lög um starfsmannaleigur nr. 139/2005  - Lög þessi gilda um starfsmannaleigur á innlendum vinnumarkaði. Með starfsmannaleigu er átt við þjónustufyrirtæki sem samkvæmt samningi leigir út starfsmenn sína gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn þess síðarnefnda.


Erlend fyrirtæki

Lög um um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, samþ. 16. mars 2007 - Lög þessi gilda um fyrirtæki sem hefur staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, öðru EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu a, b, og c.

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu